Morgunn - 01.06.1940, Side 15
M 0 R G U N N
9
arinn Jesús, sem boðaði mönnunum ný lífssannindi,
svo dýrmæta kenningu, að miljónir manna telja hana
dýrmætasta boðskapinn, sem fluttur hafi verið á vorri
jörð og veginn, sem hún bendir á, hinn eina veg — en
hinsvegar er kraftaverkamaðurinn Jesús, sem
býr yfir yfirjarðneskum mætti og er svo umvafinn ljóma
stórmerkja og kraftaverka, að líf hans allt — jafnvel út
yfir gröf og dauða — verður eins og samfellt æfintýri
undra og furðuverka. En þótt greina megi þannig mynd
hans tvennt, leysa hana upp í tvær myndir, er hún þó í
rauninni ein og samfelld; dýpra skoðað verða hin yfir-
venjulegu fyrirbrigði í lífi hans, kraftaverkin, alls eigi
aðgreind frá kenningunni, boðskapnum sem hann flutti,
því að sjálfur leit hann svo á, að máttarverkin væru hin
sýnilega, ytri sönnun fyrir hinu innra sannleiksgildi kenn-
ingarinnar. Þau voru sönnun þess, að hún væri að ofan,
frá Guði. „Einmitt þau verk, sem ég gjöri vitna um mig að
faðirinn hefir sent mig“, segir Jóhannesarguðspjall oss
að Kristur hafi sagt, og í samstofna guðspjöllunum eru
sams konar ummæli, sem sýna að þegar Jesús vill sanna
að hann sé hinn fyrirheitni Messías, Kristur, bendir hann
á kraftaverkin. Af þ e i m áttu mennirnir að sanníærast
um að hann væri hinn Smurði Guðs, Guðssonurinn.
Meiri áherzlu gat hann ekki lagt á þýðing þeirra yfir-
venjulegu fyrirbrigða, sem líf hans var svo auðugt að.
Hvað segir spiritisminn um þessa hluti?
Hann segir meira um þá og flytur um þá merkilegra
mál en andstæðingar hans innan kirkjunnar, sem gera
það að árásarefni á hann, að hann varpi rýrð á Krist og
geri mynd hans fátæklega og auvirðilega í augum mann-
anna.
Á meðan háttvirtir andstæðingar vorir ónotast yfir
sálarrannsðknunum og standa ráðþrota þótt mennirnir,
hópum saman séu að missa trúna á kraftaverkin og fjar-
lægjast hinn sögulega kristindóm, kristindóm guðspjall-
anna, kallar spiritisminn til efasemdamannanna sömu