Morgunn - 01.06.1940, Qupperneq 61
M O R G U N N
55
fjarhrifanna og finnst mér skekkjurnar sérlega athygl-
isverðar: Sendandinn hugsar t. d. um beran fót, en
móttakandinn teiknar fót í stígvéli, sendandinn hugsar
um veggklukku, móttakandinn teiknar borðklukku,
sendandinn hugsar um rétthyrning og „x“ á eftir hon-
um, en móttakandinn teiknar ,,x“-ið innan í ferhyrningn-
um, o. s. frv.
Allar þessar tilraunir eru gerðar innan fjögurra
veggja, en fjarhrifin berast um miklu lengri leið. í sínu
mikla riti, „The great Problem“ (Hið mikla úrlausnar-
efni) tilfærir Lindsay Johnson þetta dæmi, eftir hinum
merka, enska kvenrithöfundi, frú Tweedale:
„Um þetta leyti átti ég heima í IJill Street, Berke-
ley Square, og um kvöldið ætlaði ég ekki að borða
heima. Það var um miðjan vetur, og áður en ég hafði
fataskipti, tók ég mér heitt bað, svo að mér hitnaði.
Á meðan ég var í baðinu, heyrði ég móður mína
skyndilega kalla á mig í mjög mikilli geðshræringu.
Ég vissi að hún var í Nizza í Suður-Frakklandi og hún
vissi að ég var í London .... Sex sinnum kallaði hún
ákveðið og ákaft á mig, og röddin virtist ekki koma
lengra að en úr næsta herbergi. Ég hikaði eklci eitt
augnablik. Klukkan hafði rétt slegið sjö, ég þurrkaði
mér í flýti og sagði hinni undrandi þjónustustúlku að
mig vantaði ferðaföt, en ekki kvöldklæðnað. Innan
góðrar klukkustundar var ég komin áleiðis til Dover...
Þegar ég kom til Nizza, var móðir mín fárveik og
hætt komin og hún var mjög þakklát fyrir hina
óvæntu komu mína. Fáum dögum síðar var hún úr
allri hættu og ég gat farið til London aftur. Hún sagði
mér, að hún hefði raunverulega kallað á mig. Hún
hélt sig vera að deyja og þráði návist mína ákaft, og
bersýnilega hafa hugsanir hennar náð alla leið til
mín, til London.“
Þarna er ekki um tilraun samstilltra sálna að ræða,
eins og í frásögnunum, er ég las yður fyr, því að frú