Morgunn - 01.06.1940, Qupperneq 108
102
MORGUNN
líkja því við þegar himinn er hulinn dimmum skýjum og
sól sér ekki. Landið þarna virtist vera nokkuð slétt og
sýndist vera vaxið litlausum gróðri. Þarna var og fjöldi
af fólki, en sá var munurinn á því og þeim, er á hinu
fyrstnefnda voru, að þessir virtust hafa fulla löngun og
vilja til að komast lengra áfram. Hið þriðja þessara sviða
var yndislega fagurt, það var baðað í fögru Ijósi og ofið
yndisfögru blómaskrúði, hvarvetna blöstu við hinir feg-
urstu gróðurreitir, blikandi vötn og fagrar gróður'iplar
fjallahlíðar. Þarna var líka fjöldi af verum, er virtust
njóta undursamlegs friðar og unaðar í umhverfi sinu,
sem ómögulegt er að lýsa. En nú tók ég eftir því, að kirkj-
an virtist vera orðin full af alls konar fólki, sem virtist
heyra til öllum stéttum mannfélagsins. Sérstök athöfn
virtist vera haldin fyrir fólk þetta, og virtist henni svipa
mjög til guðsþjónustu þeirrar, sem verið var að halda í
kirkjunni.
Athygli mín beindist nú aftur að hinum áðurnefndu
sviðum, greinilegt var, að verið var að vinna að flutningi
milli þeirra, að hjálpa þeim sem neðar voru til að kom-
ast upp á við, yfir á það næsta, og ég dáðist að fórnfýsi
þeirra og kærleika, sem að því starfi unnu og fylgdist
ég með þessu um hríð, en svo smáhvarf sýnin eftir því,
sem nær dró endi guðsþjónustunnar.
Að lokum ætla ég að segja yður frá því, sem fyrir
mig bar, er ég kom heim um kvöldið. Nokkru áður en
ég festi svefn, fannst mér allt í einu að ég sæi út á opið
haf, ég sá hvergi til lands enda var veðurhæðin og öldu-
rótið afskaplegt. Af hverju var verið að sýna mér þetta,
hugsaði ég. Ég reyndi að rýna út í geyminn og allt í einu
sá ég skip á siglingu, sem veltist í hafrótinu, unz ég sá
það stingast niður í djúpið, þá varð mér ljóst hvað hafði
gerzt. Sýn þessi hvarf jafnsnögglega og hún hafði birzt
mér. En rétt á eftir sá ég aðra, eins ólíka hinni og dagur
er nóttu. Ég sá nú spegilsléttan, sólgylltan hafflöt svo