Morgunn - 01.06.1940, Side 113
MORGUNN
107
gömul kona í mjög gamaldags búningi. Hún stóð upprétt
við gluggann og sýndist mér eins og hún héldi höndunum
um gluggapóstinn. Ég varð undrandi og tók því upp gler-
augu mín, til þess að ganga úr skugga um hvort mér
missýndist ekki. Ég sá greinilega hvern drátt hins brún.
ieita, innfallna andlits. Á húsinu eru tvennar útidyra-
hurðir, aðrar snúa út að markaðstorginu, sem ég var
stödd á, en hinar út að kirkjutorginu, sem er gamall
kirkjugarður. Ég gekk nú inn um fyrnefndar dyr. Þegar
ég gekk í gegn um neðri forstofuna, þar sem daglauna-
maður nokkur var að höggva brenni, kom konan, sem ég
hafði séð frá götunni, gangandi niður stigann. Ég hélt
enn að hún væri gestkomandi úr sveitinni og spurði
manninn hver hún væri. Hann horfði fyrst upp í stigann,
Því næst undrandi á mig, og sagðist engan sjá. Konan
var há og vel á sig komin, hún bar sig tígulega og bar
einkum hátt höfuðið, sem var gráhært. Ég hefi ekkert
höfuðfat séð, líkt kniplingahúfunni, sem hún bar. Kjóll-
inn var víður, úr þungu, ljósrauðu silki, ofinn grænum
blöðum og dökkleitum rósum . . . svipur hennar var harð-
ur, alvarlegur og áhyggjufullur. Ég stóð hreyfingarlaus í
stiganum á meðan hún gekk fram hjá mér. Hún fór út,
áleiðis til kirkjunnar, en ég hljóp á eftir henni nokkur
skref unz hún hvarl' fyrir nágrannahúsið.
Uppi í efri forstofunni, stóð elzti bróðir minn, Wil-
he>m; hann hélt á lykli í annari höndinni, sn flösku í
hinni. Ég spurði hann hver hefði verið uppi hjá þeim,
en hann kallaði fljótlega á móti mér að þegja, því að
systkinin væru hrædd; hann hefði farið inn í auða her.
bergið til að sækja vínflösku, en þar hefði hann komið
auga á ókunnu konuna, sem áreiðanlega væri ekki lif-
undi kona, heldur dáin; hún hefði hlaupið grátandi fram
hjá honum.
Nóttina eftir að þetta gerðist vakti ég við rúm föður
ttiíns með einni systra minna. Um kl. 4 bað hann mig að
gefa sér kaffi. Ég flýtti mér fram í eldhúsið, en í for-