Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 8
6
þjáningar og eymd. Þér segið: „Verra verður
ástandið ef þú slitur fjötra lifsins allt í einu“, en
ég svara: „Ef þér eruð skynsamir og lausir við
hleypidóma, þá lítið i kringum yður og gætið að
hvort stjórnleysi, eymd og undirokun rikir ekki
þrátt fvrir öll yðar lögmál“. Sönn guðdómleg ring-
ulreið er nauðsynleg til þess að skapa guðdómlega
reglu.
Guðdómleg regla fæst einungis með því að leysa
lífið úr fjötrum, en ekki með því að lilýða boðum
annara eða með því að lúta erfikenningum og vald-
boði. Þegar þér fáið leyst hið guðdómlega lif úr
læðingi og fullkomnað það, verðið þér sjálfir guðir.
Ég á ekki við liina venjulegu guðshugmynd, ég á við
þann guð, sem býr í hverjum einstaklingi og sá guð
fær einungis opinberast í fyllingu lífsins. Með öðr-
um orðum, það er enginn guð til annar en sá, sem
birtist i hreinum og fullkomnum manni.
Ef þér hyggið að gefa jarðneskum drottinvöld-
um ráð á andlegum, guðdómlegum lögmálum, þá
heitið þér ofbeldi og takmarkið það líf, sem þér vilj-
ið fullkomna og leysa úr læðingi. Þar sem þröng-
sýni og þvingun á sér stað, þar er þrældómur og
þar af leiðandi þjáningar. Ég lít svo á, að skoðanir,
trúarbrögð, kreddur og kerfi eigi ekkert skylt við
lífið og komi því eklci sannleikanum við. Lausnin
fæst með því að fullkomna lífið fyrir reynslu. Lausn
er ekki neikvæður eiginleiki eða ástand, heldur
þvert á móti, ef rétt er skilið, liinn skapandi kraft-
ur í öllu. 1 liinni æðstu opinberun liins skapandi
máttar birtist dýrð lífsins.
Vér skulum nota líkingu: Ef þér gangið tómhent