Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 18
ELFUR.
Stórfljótið, sem streymir til sjávar, myndar oft
um þurkatímann stöðupolla á leið sinni. Yatnið i
þessum pollum fúlnar vegna kyrrstöðu, þar til regn-
tíminn kemur, fljótið flæðir yfir bakkana og forar-
pollurinn sameinast fljótinu aftur. í mínum augum
er lífið líkt slíku fljóti og ég lield þvi fram, að
fljótlegra og auðveldara sé að ná hafi frelsis
og fullsælu með því að synda í meginstraum lifs-
ins, i stað þess að daga uppi i forarvilpunum. Þar
er ekkert líf, en þar skapið þér trúarskoðanir og
helgisiði og ýmislegt fleira, sem óþarft er mönnum
til framfara.
Margir eru svo gerðir, að þeir vilja ekki heyra
framfarir nefndar á nafn, af því að þær liljóta að
liafa i för með sér ýmsar skuldbindingar og kröfur
til þeirra sjálfra. Ef þér veiðið villidýr i skóginum
og setjið það í húr, þá liugsið þér ef til vill, að þér
flýtið fyrir framförum þess, með því að temja það.
En þér hafið að eins takmarkað frelsi þess. Orða-
bækur segja, að orðið „framfarir“ þýði að „fara á-
fram“. En ef þér vitið ekki livert förinni er heitið,
þá er heimskulegt að halda áfram. Sá maður, sem
ekki stefnir að neinu takmarki líkist villidýri, sem
lokað er inni i húri, og i stað þess að reyna að losna