Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 120
118
í samband við. Sjálf höfum vér búiö til öll lög og
stofnanir. Einstaklingurinn skapar og einstakling-
urinn breytir til; það tekur tima, en einstakling-
arnir hljóta þó í raun og veru að bera ábyrgð á öll-
um reglum og stofnunum. Sá einstaklingur, sem er
veikur og þorir ekki að treysta sjálfum sér, getur
brotið niður stofnanir og fyrirkomulag, en hann
býr sér til annað i staðinn. Einstaldingurinn á að
verða sterkur, lífmagnaður, ákveðinn, rólegur og
ótruflaður, þess vegna þarf liann að vera í upp-
reisnarhug gegn öllu fánýti.
„Með öðrum orðum, mælið þér með stjórnleysi
fyrir alla, eða er sjálfstórn binna fáu, sem tekst að
verða nógu sterkir og hreinir, það sem þér stefn-
ið að ?“
Það er sjálfstjórn fyrir alla, en ekki fyrir fáa.
Hinir fáu munu skapa hjá öðrum mönnum þrána
eftir að stjórna sér sjálfir.
Spurning: Þér Jiagnið oft skyndilega, þegar þér eruð að
tala við okkur, eins og þér óttist að særa okkur. Er það af því
að þér finnið, að þó við komum hingað í ákveðnum tilgangi,
þá erum við þó ekki reiðubúin að horfast í augu við sárs-
aukann?
Krishnamurti: Ég' hika oft, af því að sjálfur er
ég liættur allri tilslökun, og vil fá yður til bins
sama. En ég' hefi ekki leyfi til að neyða yður til
þess.
Spurning: Hvað meinið þér með lausn?
Krishnamurti: Ég skal endurtaka það! Lausn er
ekki neikvæð. Frá mínu sjónarmiðí er lausn á-
vöxtur hins fullþroskaða lífs. Lausn er fylling bins