Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 83
FYRIRSPURNUM SVARAÐ,
OMMEN 1929.
Mér hefir verið sagt hvað eftir annað, að það, sem
ég segi sé ekkert nýtt. Það er ekkert nýtt undir sól-
inni. En uppgötvunin er þeim allt af ný, sem gerir
hana. Svo ef þér finnið ekkert nýtt í þvi, sem ég
segi, þá er það ekki mér að kenna, heldur þeim, sem
hafa ekkert nýtt í sjálfum sér. Eins og hver dagur
er nýr og hvert vor er nýtt, þannig verður að ger-
ast hreyting innra með yður sjálfum, ef þér eigið
að uppgötva eitthvað nýtt og frumlegt. Þér verðið
að þrá að losast við liið gamla, ef þér eigið að
uppgötva nokkuð nýtt.
í. spurning: Okkur er sí og æ sagt aS það, sem þér segið um
gagnsleysi helgisiða, kirkna, þar á meðal frjáls katólsku kirkj-
unnar og trúarbragða, eigi ekki við yfirstandandi tíma, heldur
se aetlað sjötta undir kynþættinum. Hvað segið þér um það?
Svar: Ef þér eruð hungraðir, frestið þér þá mat-
máistínianum? Ef þér eruð að drukkna, er yður þá
nóg að maður, sem stendur á ströndinni, lofi að
l)jarga yður á morgun? Ef þér eruð sorgbitnir, þrá-
ið þér þá ekki aðra huggun en þá, sem tíminn veit-
ir? Hvað gerið þér? Ef þér eruð liungraðir, þá leit-
ið þér að fæðu, ef þér eruð að drukkna, þá reynið
þér að klóra í hakkann, og ef þér eruð sorgbitnir,
]iá revnið þér að útrýma sorginni þegar í stað. Ég