Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 78
76
frjáls og farsæll þegar í stað, en ekki í fjarlægrí
framtíð. Enginn getur gefið þér hamingjuna, eng-
inn getur frelsað þig, nema þú sjálfur. Enginn veg-
ur getur leitt þig' að markinu og engin trúarbrögð
né sértrúarflokkar. Frelsið býr hið innra með ein-
staklingnum, hann ræður algerlega yfir því, það
kemur að eins ef hann lcallar það.
Frelsið, þessi kyrláta, háleita hamingja og full-
komnun, er hvorki fjarlægt eða nálægt, því það er
innra með hverjum einstaklingi.
Til þess að ná þessu samræmi, sem er fylling
lífsins og fullkomnun sjálfsins, verður þér að skilj-
ast, að allt það, sem maðurinn er, breytni hans og
hugsanir er aðalatriðið. Hann má hvorki byria í
fortiðinni né framtíðinni að leita fullkomnunar,
heldur einmitt á þeirri stundu, sem birtir yfir hugs-
un hans, á þvi augnabliki, sem skilningur lians
vaknar, — sem er nú.
Þriðjudaginn 6. úgúst.
Ég hefi sagt að ekkert lögmál gildi, til þess að
komast í ríki andlegleikans, land sannleikans og
frelsisins, og ég skal nú skýra það nánar. Skyn-
semi er hæfileikinn til þess að greina veruleik frá
táli, og skynsemin er ávöxtur allrar reynslu. Með
sífelldri æfingu þessarar skilgreiningar og' með því
að halda vitsmunum sínum sívakandi, nær hún
hámarki sínu, innblæstrinum. Þess vegna á inn-
blásturinn upptök sín í hinu eilífa, óendanlega,
sannleikanum. Sá maður, sem hefir þroskað vits-