Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 103
101
að vera vingjarnlegir við nágranna yðar; áður en
þér kunnið að umbera þá, sem eru annað hvort
vitrari eða fáfróðari en þér sjálfir. Fyrst verðið
þér að eignast frið innra með yður, áður en þér
samstillist eilífðinni. Þér haldið að þetta sé eitt-
livað i mikilli fjarlægð, en það er hvorki nærri eða
fjarri.
Spurning: Er hið eilífa „ég“ sama og „lífið?“
Krishnamurti: Svo er.
Spurning: Ef sannleikurinn felst í vextinum, er þá full-
komnunin vaxandi? Nær hún allt af æðra og æðra stigi?
Krishnamurti: Ekki frá mínu sjónarmiði. Full-
komnun skapgerðarinnar er ekki vaxandi; það er
annað sem vex. Sjáið nú til: Sjálfið — liugsun og
tilfinningar — er vaxandi, þar til það hefir öðlast
fullkomið samræmi við eilífðina. Þegar þér stefn-
ið að einhverju marki, þá haldið þér áfram,
þangað til þér hafið náð þvi; þá er fullkomnun
þess marks náð og önnur tegund af fullkomnun
eða þroska hefst. Á meðan þér stefnið að eilifðar-
markinu, þráið þér að verða fullkomin. En þegar
þér hafið öðlast samræmi við eilífðina, tekur
fyrir hina vaxandi fullkomnun, sem þér áður haf-
ið þekkt. Sem stendur skoðið þér þetta með tak-
mörkuðum huga og hjarta, þess vegna sýnist yður
allt vera í framför, hvort sem það er fullkomið
eða ófullkomið, gott eða illt; hugur yðar dæmir
samkvæmt þeim takmörkunum, sem Iiann er háð-
ur. Þegar ég tala um það, sem er eilíft og tak-
markalaust, þá klæðið þér það, sem ekki verður
lýst með orðum, í orð, sem eiga við vaxandi, en
þó takmarkaða fullkomnun. Þegar öllu er á botn-