Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 110
Án ákveSins tilgangs náið þér þessu aldrei.
Þegar þér viljið ávinna ySur peninga eSa elsku,
eða þér viljið skemmta yður, þá eruð þér allt af
að hugsa um leiðir og ráð, til þess að ná þvi mark-
miði. En sannarlega er það, sem ég tala um, meira
virði en allt þetta. Og ef það er þess vert að eiga
það, verðið þér að finna leiðir og ráð til að öðl-
ast það, þér verðiö að vera aðgætnir og sífellt á
verði.
Spuming: Nokkrir hafa ]íað á móti kenningu yðar um lífið,
að þeir geti ekki skynjað eða skilið líf án forms. Frá niínu
sjónarmiði er lífið hvorki form né formlaust; heldur form í
sífelldri verðandi, en blekking kyrrstöðunnar veldur því, að
okkur finnast þau varanleg. Er þetta rétt skilið?
Krishnamurti: Að nokkru leyti. Frá minu sjón-
armiði er form og líf, andi og efni, ekki aðskilið,
það er allt eitt. Lífið birtist í formum; formin verða
að takmörkunum, þegar lífið sem viðheldur þeim,
er ekki sterkt, lífmagnað, beygjanlegt, öflugt, full-
komið og frjálst. Þess vegna eigið þér að liugsa
um lífið, en láta formin eiga sig
Spurning: Þér segið að sá vegur, sem þér boðið sé stytzta
og auðveldasta leiðin að markinu. Hvers vegna hafa þá svo fáir
gengið þessa leið á undangengnum öldum?
Krishnamurti: Hve mörg yðar eru reiðubúin til
að gera tilraun með, hvort það sem ég segi er satt?
Mjög fáir. Þess vegna eru það lika svo fáir, sem
gert hafa tilraunina á undangengnum öldum. Sá
maður, sem náð liefir takmarkinu, liefir eins og
allir aðrir verið liáður hinum venjulegu, þýðing-
arlitlu, hversdagslegu hlutum. En þegar leiðin er
gengin á enda, þá sér hann að allir hinir lítilfjör-