Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 41
39
veit ekki að liverju það leitar; sjálft veit það ekki,
hvað það skilur, en það þráir að óvissan verði að
fullvissu, að fá staðfestan sinn lítilfjörlega skilning.
FJ.est jðar, sem hér komið saman, liafið einkasafn
af guðum og þér viljið bæta mér við það safn. Ég
veit að þetta hljómar skringilega, en það er líka
í raun og veru barnalegt og hlægilegt.
Ennfremur eruð þér flest svo gagntekin af
hlevpidómum, sem þér hafið nýlega aflað vður, að
J)ér vonið að ég sameinist á þægilegan hátt því fyr-
irkomulagi lilutanna, sem þér liafið liugsað yður.
Þetta eru aðalástæðurnar, sem þér hafið liaft, til
þess að koma hingað.
Mér fellur illa að þurfa að segja þetta, en til
hvers er fyrir allan þennan fólksfjöhla að safnast
hér saman ár eftir ár, að eins til þess að reyna að
Þi uppfylltar lítilfjörlegar óskir sínar. Þær geta
aldrei fengið fullnægingu, af því að þær eru óveru-
legar, hégómlegar og gagnslausar. Þér viljið vita,
hvaða helgisiði þér eigið að liafa um liönd, hvaða
guði þér eigið að tilbiðja, livaða bænir þér eigið að
lesa, að livaða trúarskoðunum þér eigið að hallast;
ullt þetta er mér alveg óviðkomandi. Ég er ófáan-
legur til að fást við þetta lengur. Ég ætla ekki
framar að ræða við yður um trúarskoðanir yðar,
eða um staðhæfingar kennivalda yðar, sem þér
kastið framan í mig í sérliverri viðræðu, því allt
er þetta gersamlega einskis virði. Léttvægi þeirra
liggur í þvi, að þær geta aldrei leitt yður eða nokk-
urn mann til hins algilda, skilyrðislausa sannleika.
Lerið svo vel að aðliyllast ekki neitt það, sem ég
segi, án þess að skilja það, því þá byggið þér yður
L