Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 137
135
un til að láta í té þekkingu þá, sem fædd er af
skilningi. Þó að þér séuð lærðir og vel að yður í
bóklegum fræðum, þá öðlizt þér ekki skilning, ef
þér lialdið að þér getið hjálpað lieiminum með
eintómum flóknum fræðikerfum, án þess að eiga
hina brennandi þrá. Sérliver sá, sem er hamingju-
samur, óskar að láta aðra njóta hamingjunnar með
sér.
Ég vil líta á starf á tvo vegu. í fyrsta lagi það
starf, sem fætt er af þekkingu og vizku, og í öðru
Jagi það starf, sem fætt er af venjulegri, heilbrigðri
skynsemi.
Þér hugsið öll um það, að hjálpa heiminum.
Síðustu 10 dagana liafið þér talað um það, stund-
um með miklum ákafa og æsingu. Hvað meinið
þér í raun og veru með því að hjálpa heiminum?
Hver hiður yður um að hjálpa heiminum? Eruð þér
svo miklum mun fremri mér eða öllum öðrum
niönnum í hinum ytra heimi? Að hverju lejdi er
þekking yðar örugg og varanleg? Er það, sem þér
gefið, fætt af öryggi og af yðar eigin skilningi? Sé
þekking yðar vissa, þá getið þér hugsað um að
bjálpa öðrum. En að mestu leyti er þekking yðar
frá öðrum, flestar skoðanir yðar frá öðrum, meiri
bluti vizku yðar upptíningur úr bókum, ást yðar
að mestu lejdi þröng og takmörkuð. Þess vegna er
hjálp yðar að mestu leyti fánýt, því hún er ekki frá
yður sjálfum, fædd af eigin vizku vðar. Það, sem
])ér gefið, kemur ekki að fullum notum, nema það
komi innan að, sé vaxið upp af skilningi yðar og'
þekkingu á lífinu. Flest yðar liafa ekkert samhand
við umheiminn, þó að þið lifið í honum. Ég vil að