Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 106
104
Spurning: Kemur skilningurinn á „éginu“, eilífðinni, allt í
einu, eða smátt og smátt?
Krishnamurti: Kemur sólin upp allt í einu?
Stendur hún skyndilega i liádegisstað? Keniur vor-
ið með öllu nýja, mjvika laufinu á einu augnabliki,
eða skellur myrkrið yfir yður i einu vetfangi? Þér
viljið eignast þetta útsýni eða skilning allt i einu
— þess vegna er þessi spurning fram komin. Þér
viljið fá snögga opinberun. En á þann hátt gerist
þetta ekki. Þvert á móti er hér um að ræða áfram-
haldandi, endalausa rás atburða — hver skugginn
liverfur á fætur öðrum, ljós kemur á eftir ljósi, sárs-
auki á eftir sársauka, skemmtun á eftir skemmtun.
Spurning: Er l>að „ég“ sem við þekkjum, hið vaxandi „ég“,
1>Ó á mismunandi háu stigi sé?
Krishnamurti: Sannarlega. Þér eruð yður ekki
meðvitandi um hið eilífa „ég“, lieldur eingöngu urn
hið vaxandi.
Spurning: Byrja verulegar framfarir ekki fyr en fenginn er
fullkominn aðskilnaður frá öllu fánýti?
Krishnamurti: Verulegar framfarir hyrja, þegar
hið vaxandi „ég“ fer að dragast inn i það „ég“, sem
er eilíft. Hvernig losið þér yður við allt fánýti? Þeg-
ar þér uppgötvið, hve heimskulegir og barnalegir
hinir fánýtu lilutir eru. En livernig náið þér þessu
stigi? Fyrir hugsun, þjáningar, spurningar, lærdóm
og sterkar tilfinningar.
Spurning: Er hægt að uppala „égið“, áður en lausnin er
fengin?
Krishnamurti: Það er hægt. Á eftir er ekki um
neitt uppeldi að ræða. Nú vonið þér að geta slopp-