Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 127
125
búið heiminn undir. Hvernig getum við liafnað
allri þessari þekkingu, sem við höfum áunnið okk-
ur með miklum sársauka? Án liennar mundi heim-
Urinn aldrei skilja fræðarann. Hvernig getum við
vfirgefið alla þessa ágætu lielgisiði og viðhafnar-
reglur, sem flytja svo mikla gleði og kraft til okk-
ar, þegar við höfum þá um hönd? Hvernig getum
við afsalað okkur fjölskyldu og vinum, sem eru
okkur svo mikils virði? Ilvaða boðskapur er
þetta?“
Og þcir spurðu hver annan: „Getur þetta verið
fræðarinn, sem við áttum von á? Við bjuggumst
aldrei við, að hann myndi lala þannig til okkar
og heimta af okkur slíkt afsal“. Sérstaklega kunnu
þeir illa við sig og urðu áhyggjufullir, sem höfðu
auglýst sjálfa sig sem lærisveina hans, af því að
þeir þekktu betur vilja hans en aðrir.
Eftir mikla íhugun og hugleiðslu rann loksins
Jjós upp fyrir þeim, og þeir fundu lausnina á vanda-
uiálum sínum. Og þeir sögðu: „Það er satt að fræð-
arinn kemur til að hjálpa heiminum, en við þekkj-
um heiminn betur en liann, svo við skulum vera
túlkar hans“.
Og þeir, sem þekkinguna geymdu, sögðu: „Af-
salskrafa lians nær ekki til okkar, þvi heimurinn
getur ekki verið án þekkingar okkar, svo að vegna
heimsins verðum við að halda áfram að leita
hennar“.
Og þeir, sem höfðu um hönd helgisiði og við-
hafnarreglur sögðu: „Auðvitað þurfum við ekki
uó lialda á helgisiðum og viðhafnarreglum, sjálf-
Urn okkur til hlessunar; við erum vaxin upp úr