Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 133
131
Við verðum að skilja, hve heimskulegt það er, að
reyna að fela þær með orðum, þar sem auga lieims-
sálarinuar sér þær stöðugt og' dæmir þær í sínu
Ijósi. 1 stuttu máli við eigum að koma Indlandi
aftur í samræmi við veruleikann. Að eins með
þessu móti er mögulegt að öðlast sannarlegt frelsi
fjTÍr Indland.
Við höfum mikið að læra af öðrum þjóðum, og
við skulum ekki vera of drembilátir til þess. Vest-
urlönd geta kennt okkur margt: siðfágun og hrein-
læti í daglegu lífi, ráð til vinnusparnaðar, þjóðfé-
Jagslegt frelsi, skapandi skipulagsbundna starfsemi,
heiðarlega samvinnu og ópersónulega skvldu-
uæktartilfinningu. Eftir því sem tilraunir okkar til
sjálfsfullkomnunar eru alvarlegri, eftir því verð-
um við fúsari til námsins; á sínum tíma munum
við svo geta kennt öðrum. Því til er það, sem er
utan við sjóndeildarhring vestrænnar hugsunar sem
stendur, en Indland, andlega endurfætt, gæti látið
1 té. Ollum öðrum þjóðum fremur getum við fært
uiannkyninu heim sanninn um það, að jarðneskt
líf er háð ósýnilegu, andlegu fyrirkomulagi. Öllum
öðrum þjóðum fremur getum við bent á það, að
hamingjan er ekki fólgin í jarðneskum fjármunum
eða eignum; lieldur í hinu innra lífi sálarinnar og
1 samræminu á milli þess og hins ytra lifs. Fvrst
verðum við þó að sýna, að við höfum rétt til að
kenna; ekki vegna þess að við getum bent á eld-
gömul kerfi og fyrirskipanir, heldur af þvi að við
sýnum lieilbrigða skynsemi og' sanna tilfinningu í
öllum þáttum þjóðlífs okkar. Þetta er fyrsta spor-
ið í áttina til sannrar lausnar, sem ég finn að er
Indlandi nauðsynleg.