Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 108
106
Eins og ég Iiefi sagt, er hið frjálsa, skilyrðislausa
líf allt, það er frjó allra hluta, það er hið eilíía „ég“.
Ég reyni að koma orðum að því, sem ekki verður
með orðum sagt, en gerið ekki úr þvi fræðikenn-
ingar.
Ef þú vilt öðlast það líf, sem er frjálst og skilvrð-
islaust, sem geymir allt og leyfir þó ekki aðgöngu
neinu óhreinu né ófullkomnu, þá verður þú sem
einstaklingur, sem það „ég“, sem aðskilið er frá líf-
inu, að skapa samræmi innra með þér og samein-
ast á þann liátt hinu frjálsa lifi. Með öðrum orð-
um: Þú verður sem einstaklingur að ná fullkomnu
jafnvægi; verður sem einstaklingur að verða frjáls,
alheimslífið á að eignast miðdepil í þér. En þar sem
ekki er hægt að draga sannleikann niður né tak-
marka lífið með siðgæðisboðorðum, tilbeiðslu, guð-
um eða ölturum, þá verður „ég“ einstaklingsins að
yfirgefa þessar takmarkanir óttans og huggunar-
innar og eignast jafnvægi liið innra, fyrir það að
öllu liefir verið sleppt.
Sjálfir eigið þér að verða yðar eigin löggjafar, og
standa alveg óttalausir, óliáðir öllum ytri drottour-
um. Þar sem þér berið fullkomna áhyrgð á sjálfum
yður, þá verðið þér fyrst að eignast hina fullkomnu
lífssýn, og gera yður svo lögmál, samkvæmt þessu
frelsis útsýni og i samræmi við sjálfa yður, en ekki
aðra. Að öllu athuguðu getið þér ekki sagt mér
fyrir um, livað ég á að gera og Iivað ógert að láta;
ég ætla mér heldur ekki að segja yður fyrir um
það. En þér vitið öll, ef þér liafið þjáðst og at-
hugað, ef þér eruð sorgbitnir, einmana og yfir-
gefnir, eða innan um mannfjölda, að hvert ein-