Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 40
38
sem í raun og veru er þýðingarmikið og liefir lifs-
gildi, en það er lífið sjálft. En fyrst og fremst verð-
ið þcr, ef þér viljið skilja fullkomlega, það sem ég
segi, að rannsaka vandlega, livaða ástæður hafa
knúð yður til að koma hingað. Með því að sundur-
liða þessar ástæður nákvæmlega, munuð þér sann-
færast um, að þér leitið öll dýpst niðri — hvert út
af fyrir sig, en ekki sameiginlega — þess sann-
leika, þeirrar hamingju, lausnar og fullkomnunar,
sem er takmark hvers einstaklings. En til þess að
ná þessum skilning'i, verðið þér að gera yður ljóst,
hvað hefir lokkað yður, hvort það eru sáluhjálpar
eða huggunarvonir, sem hafa knúð yður til að
koma hingað nú og til undangenginna tjaldbúða-
funda.
Þér hafið myndað yður ákveðnar skoðanir fyrir
trú á öðrum mönnum. Ég vil ekki nefna þessar
skoðanir yðar þekkingu, þvi þær eru ekki byggðar
á vðar eigin rannsókn eða áreynslu. Hvað eftir
annað liafið þér rætt við mig þessar skoðanir, sem
runnar eru frá kennivöldum yðar. Þér liafið að-
hyllzt ákveðin skoðana- og hugsanakerfi, og þér
eruð komin liingað til þess að heyra, hvað ég liefi
að segja, og viljið svo laga það eftir yðar sérstöku
fræðikenningum, kreddum og trúarskoðunum.
Flest þráið þér líka að fá að vita, hver það er, sem
talar —• livort það er Krishnamurti, eða einhver
annar, sem talar fyrir munn lians. Aftur og aftur
hefi ég bent yður á, að þar sem þér þekkið hvorki
mig né þennan nnnan, þá er dómur yðar og allra
annara um þetta efni, einkis virði.
Allur fjöldinn af því fólki, sem liingað kemur,
■