Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 134
HVERS VEGNA ÞJÓNIÐ ÞÉR?
Erindi flutt fyrir
„Þjónustureglu Guðspekifélagsins“.
Það var mjög vinsamlegt af yður að bjóða mér
að taka til máls á fundi yðar, og ég ætla mér að
tala um það efni, sem þér liafið verið að fást við
undanfarna daga, sem sé þjónustu. Ég ætla að láta
yður um það að skera úr, livort ég sé dulfræðing-
ur eða dulspekingur, þvi að orð rugla menn i rím-
inu, valda misskilningi og sundrung manna á milli.
í mínum augum eru hvorki til dulfræðingar né dul-
spekingar. Þeir eru allir eitt og liið sama, livort sem
þeir vinna að þvi að skapa áþreifanlega hluti um-
liverfis sig', eða starfa á sviði hugsana og tilfinn-
inga, eða þeir draga sig út úr heiminum og skapa
með hugsunum sínum. Ég ætla að tala frá mínu
sjónarmiði, sem er hvorki dulfræðingsins né dul-
spekingsins. Ég ætla ekki i ræðu minni að greina
á milli þeirra, því í liuga mínum er enginn slikur
greinarmunur.
Áður en sköpun liefst, hvort heldur er á sviði
liugsana og tilfinninga eða i efninu, er fyrst og
fremst nauðsynlegt að atliuga tilgang sköpunar-
innar, tilgang framkvæmdanna, starfsins, einver-
unnar. Eftir minni skoðun er tilgangur allrar þjón-
ustu, allra hugsana, tilfinninga og starfs, að vinna
að fullkomnun hugans, tilfinninganna og líkamans,