Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 138
136
þér séuð ákveðin í óskum yðar, þekkingu og til-
gangi.
Til þess að komast að raun um livað er yðar eig-
ið, verðið þér að spyrja og efast. Ég spurði og ef-
aðist þangað til ég' liafði aflað mér eigin þekkingar.
Það, sem ég hefi eignazt, er mitt, það, sem ég hefi
safnað saman um aldir og áraþúsundir, það, sem ég
á, er árangur eigin sköpunar, þess vegna er mér
nú sama þó að einhver efist, hæðist og þykist vera
mér fremri að vitsmunum. Ég er fullkominn af
eigin þekkingu, þekkingu, sem liefir gildi og þýð-
ingu, sem leiðbeinir, verndar og stvrkir.
Ef þér eigið slika þekkingu, þá mun starf yðar í
þágu mannkynsins vera dýrmætt. Þér getið því að
eins veitt öðrum lijálp, að þér séuð sjálfir ekki
lijálparþurfa. Ég segi eigi að þér ættuð að láta hjá
líða að hjálpa á meðan þér leitið, en takmark allra
ætti að vera að ávinna sér þá vizku og þekkingu,
sem þarf til þess að geta lijálpað, svo að gagni komi,
til þess að geta fært þeim vissuna, sem efast og þjást
eða njóta hverfullar gleði. Þess vegna verða þeir,
sem þrá að hjálpa, annað livort í efninu eða á sviði
liugsana og tilfinninga að vera vissir um eigin
þekkingu sína, verða að eiga þá vizku, sem gefur
öryg'gi, verða að liafa drukkið úr vizkubrunnin-
um. Að öðrum kosti nær lijálp yðar einungis til
liinna stundlegu líkama. Hvort er meira virði að
fæða líkamann eða göfga sálina? Hvorttveggja er
þýðingarmikið, en þér megið ekki byrja á öfugum
enda. Þér eigið að byrja á að göfga liugsanir og
hjartaþel, á hreinsun sálarinnar. Þá mun allt, sem