Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 109
107
asta einstaklingslíf hlýtur að síðustu að samein-
ast því lífi sem er, sem hefir hvorki upphaf né
endi. Þegar þér þekkið þetta endanlega takmark,
getið þér þroskað innra með yður sannan skiln-
ing, sem á að vera yðar lögmál.
Þetta er eini vegurinn til frelsis, svo þér þurf-
ið ekki að óttast kringumstæður, tízku, eða það
hvað aðrir segja og gera. Ef þér eigið þá öruggu
full vissu, sem horin er af réttum skilningi og á
rót sina í ódauðleikanum, þar sem allt líf samein-
nst að lokum, þá mun sú fullvissa veita yður
kraft til að ganga beint áfram. Þá hafið þér ekk-
ert að óttast, þurfið ekki að gera yður fræðikerfi
°g heimspeki.
Til þess að ná þessum skilningi frelsisins, verð-
ið þér að sleppa einu á fætur öðru. Þegar ég segi
»verðið“, megið þér ekki taka það svo, að ég sé að
skipa vður. Þér eruð liér, af því að þér viljið
skilja, af því að þér haldið, að ég liafi náð tak-
niarkinu og geti lijálpað yður. Það get ég ekki i
raun og veru, en ég get skýrt þetta fyrir yður,
svo að þér getið barist af eigin ramleik, orðið
frjálsir menn og óliáðir. Þér getið ekki öðlast þá
lífssýn, sem ég er að segja yður af, á meðan þér
eruð eins flæktir og þér eruð, og' án þessa útsýnis
getið þér ekkert. Ég veit ekki livað það er, sem
hindrar yður i að losa yður við alla gagnslausa,
einkis verða hluti. Sjálfir verðið þér að ákveða,
hvernig þér gerið ]>að, að öðrum kosti verður allt,
sem ég segi gagnslaust; ekkert annað en ný hækja.
hafið þér að eins fengið yður nýja hækju í
stað gamallar.