Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 42
40
að eins upp aðra trú, seni líka er byggð á kenni-
valdi. í stað þess að leysa yður úr fjötrum, mun þá
sú trú halda yður í enn þá þrengra búri en áður
og auka á misskilning yðar og sorgir.
Margir Stjörnufélagsmenn viðsvegar um heiminn
— til allrar hamingju verður félagið nú uppleyst —
hugsa ekkert um það, sem lífsgildi liefir, en hrjóta
sífelldlega lieilann um, hver það sé, sem tali fyrir
munn minn. Ef yður líkar ekki það, sem sagt er,
þá varpið þér þvi á lierðar Krishnamurtis; ef yður
geðjast það, þá segið þér að fræðarinn hafi talað.
Kærið yður ekki um persónuna, sem sannleikurinn
býr í, heldur um sannleikann sjálfan. Þér hafið
óteljandi spámenn og milliliði, sem eru reiðubúnir
að segja yður liver sé hver, hvort það séu 10%, 80%
eða 100% af meðvitund fræðarans, sem starfi í
gegnum mig. Þetta er ein af vðar þægilegu fræði-
kenningum, sem afbakar dómgreindina, og kemur
i veg fyrir glöggan skilning. Þér hafið margar
trúarslcoðanir og fræðikenningar til að styðja yður
við i veikleika yðar. Sterkur og frjáls maður, sem
sjálfur liefir brotið sér hraut og leitar í raun og
veru að fullkomnun lífsins, hefir engar trúarskoð-
anir, af þvi að allt slíkt eru hækjur, gerðar til að
styðja sig við. Vegna óttans, vegna sáluhjálparvon-
anna, vegna þess að þér hafið reitt vður á allt hið
ytra, hafið þér skapað yður óteljandi guði, ölturu,
musteri og' kirkjur; eftir þessum leiðum leitið þér
þess, sem aldrei verður fundið þar. Af þvi að þér
Jeituðuð sálulijálpar utan við vður sjálf, hjálpar
frá öðrum, þá vonuðuð þér, að ég mundi samlag-
ast þessu öllu saman; að ég myndi styðja yður og