Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 30
28
komnun, og því takmarki nær þú ekki, fyr en þú
ert algerlega frjáls, laus við öll drottinvöld og trú-
arbrögð og laus við það að þurfa að varast freist-
ingar.
Eins og regnið fellur á skrælnaða jörð, þannig
kemur sannleikurinn til þín. En eins og regnið get-
ur ekki gert ósáinn akur frjósaman, þannig nnm
sannleiknrinn ekki geta fest rætur í hjarta þínu og
huga, ef ekki er sífelld barátta fvrir fullkomnun,
innra með þér.
Frá mínu sjónarmiði er þessi heimur sannleikans
eina takmarkið, eini heimurinn, sem er altækur og
eilífur. Hann er ekki áleitinn, og um hann er ekki
hægt að rökræða eða þrátta. En hafir þú undirbú-
ið jarðveginn og sért fús að sá fræi sannleikans,
með umhyggjusemi og gleði, þá nnint þú af eigin
ramJeik geta gengið inn í þennan heim. Nú sem
stendur er sannleikur, liamingja og frelsi lifsins að
eins orð fyrir þér, sem þú túlkar eftir þínu höfði i
þröngri eða víðri merkingu, þægilegri eða óþægi-
legri. Mig langar að vekja innra með þér svo hrenn-
andi, gagntakandi þrá eftir sannleikanum, að allt
feykist þaðan burt, sem ský fyrir vindi, annað en
það, sem hefir eilífðargildi.
Það mun vera nýmæli fyrir flestum, að leiða
sjál.fur sjálfan sig, og að þurfa aldrei framar að
reiða sig á myndugleika annara, að þurfa aldrei að
gera sér neinar vonir og aldrei að flýja óttann eða
freistingarnar, heldur hefja sig yfir þetta allt og
sigrast á því. Flest yðar á að leiða til himnaríkis
með geislandi vonum, sem brugðið er upp fyrir vð-
ur. En ekkert himnaríki er til; og engin von i orðs-