Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 140
138
á í byrjun, að hinum verklegu framkvæmdum, sem
eru svo áberandi á Vesturlöndum. Þér getið verið
miklir dulspekingar og verið þó starfandi á sviði
hugsana og tilfinninga, en það mun ef til vill veit-
ast örðugra að vera jafnframt starfandi á jarðneska
sviðinu. Ef þér farið til Indlands, munuð þér sjá að
loftslagsins vegna eru menn þar meira starfandi á
sviði hugsana og tilfinninga heldur en í efninu. Hér
er mjög kalt, svo að þér verðið að vera likamlega
starfandi, en það er ekki þar með sagt, að þér leys-
ið með því úr vandamálum veraldarinnar. Ef til vill
hætið þér við þau.
Vinir mínir, ef þér í sannleika þráið að hjálpa
eins og þér hljótið að gera, þá er ekki nægilegt
að vinna eingöngu, þér verðið líka að hugsa, at-
huga, leita einveru, dreyma. Hvers vegna er djúp
staðfest á milli Austur- og Vesturlanda? Vegna
þess að á Austurlöndum skoða menn ekki hið lík-
amlega sem veruleika, heldur liégóma, sem hverf-
ur og' nýtt líf kemur í staðinn. Hér er það einungis
hið líkamlega, sem er nokkurs virði, svo þér seg-
ið: „Við skulum skemmta okkur og njóta lifsins á
meðan það endist“, en gleymið að til er önnur hlið,
hin andlega. Svo þegar þessir tveir aðiljar mætast,
efnið annarsvegar og' hugsanir og tilfinningar hins-
vegar, þá verður árekstur, en þegar oss tekst að
sameina þá og nota beggja þekkingu í þágu heims-
ins, þá mun ríki hamingjunnar renna upp.
Þeir, sem hafa starfslöngun, brennandi þrá til
að hjálpa, verða að vita hverjum þeir eru að hjálpa
og hvers vegna. Til þess að hjálp yðar komi að
gagni, verðið þér að hafa innra með yður óendan-