Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 142
t
UPPSPRETTA SORGARINNAR.
Allir menn þrá að skilja tilgang lífsins. Sá skiln-
ingnr fæst eingöngu með því að lifa lífinu, en ekki
með því að búa sér til skynsamlegt í'ræðikerfi. Þeg-
ar tilgangurinn er fundinn er hægt að beina allri at-
hyglinni að þvi að ná honum. En til þess verða
mennirnir að losa sig við heimspeki sína, kreddur,
trúarjátningar, ákveðnn helgisiði — allt, af því að
enginn getur fundið liinn sanna tilgang lífs síns,
eða lífið sjálft, nema því að eins, að hann losi sig
við allar þessar tálmanir. Þegar maðnrinn liefir
fullkomlega skilið sig' frá öllu fánýti, þá fyrst get-
ur hann haft von um að uppgötva, hvað það er,
sem hann leitar að. Hver einstakur maður verður
að gera þessa uppgötvun.
Sérhver maður reynir að kornast hjá sorgum.
Þráin er líf, og hún á í stöðugri haráttu við tak-
markanirnar. Hún leitar frelsis. I hamingjuleitinni
rífur hún stöðugt niður hindranirnar, sem verða á
vegi hennar.
Mennirnir leita sífellt fullkomnunar. Ófullkom-
leiki er takmörkun, og einstaklingslifið, sem bvrjar
í takmörkun og gengur frá einni spillingunni til ann-
arar, er allt af að leita að jafnvægi og frelsi. Sorg-
in fylgir takmörkuninni, en frá sorgum vilja allir
sleppa. Þeir reyna að finna veg út úr þjáningunum,