Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 46
44
Ég held því hiklaust fram, að ég sé sannleikur-
inn sjálfur, skilyrðislaus og heill, en ekki brot af
lionum. (3g ef þér viljið skilja allan sannleikann,
verðið þér að ganga fram fyrir liann allslausir. Ef
þér viljið uppgötva, hvort ég hefi rétt eða rangt
fyrir mér, hvort ég hefi fundið það, sem eilíft er eða
stundlegt, þá verðið þér að koma með áköfum lmga
og leitandi. Hvernig getið þér komist að nokkurri
niðurstöðu, á meðan þér eruð byrðum hlaðnir, er-
uð að sligast undir öiluni þessum barnalegu, einsk-
is nýtu hlutum, sem ekki er hægt að bera saman
við það, sem eilífðargildi hefir. Þér færið óteljandi
fórnir, þolið alls konar líkamleg óþægindi, en hug-
ur yðar og tilfinningar eru þunga lilaðin og hleypi-
dómum, svo yður er ekki unnt að uppgötva, livort
það, sem ég segi er satt eða ósatt, blekking eða
veruleiki.
Vikuna, sem þér dveljið hér, verðið þér að leggja
i sölurnar ýms líkamleg þægindi, og það er næsta
auðvelt, en ég legg til, að þér leggið líka til hliðar
á meðan þér dveljið hér öll leikföngin, og reynið
að skilja frelsi og ómælanleik lífsins. Þegar þér að
eins hafið séð glampa af því, sem ég tala um, þá
vitið þér að það er hvorki niðurrif eða viðreisn —-
sundrung né jafnvægi, þvi ég tala um lífið sjálft,
sem er upphaf alls, og til þess að skilja það i heild,
verðið þér að koma allslausir, með þá einu ósk að:
leita og uppgötva sjálfir.