Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 58
ÁRDEGISRÆÐA,
ÞRIÐJTJDAGINN 6. ÁGÚST 1929.
í dag ætla ég að gefa stutt yfirlit yfir það, sem ég
hefi áður talað um, svo ómögulegt sé að misskilja,
ef þér veitið orðum mínum nákvæma athygli. Orð-
in vilja einatt glepja mönnum sýn. Margir jðar,
sem hér eru skilja ensku, en sumir ekki, en jafnvel
þeir, sem skilja málið munu túlka orðin á sína
vísu, i því eru örðugleikarnir fólgnir. Ég vildi óska
að unnt væri að finna upp nýtt tungumál. Gerið nú
svo vel og hlustið á orð mín með skynsamlegri at-
liygli, kryfjið þau til mergjar, gagnrýnið þau og
takið ákvörðun með eða móti. Það, sem ég segi, er
annað hvort algerlega ósatt eða það er algerlega
satt. Sé það ósatt ættuð þér að rífa það niður. Sé
það aftur á nróti sannleikur ætti allt annað að
víkja. Sannleikur og lygi eiga ekki samleið. í dag
ætla ég að tala svo ljóst að yður geti skilizt, hvort
það, senr ég segi er sannleikur. Ef orð nrín eru
sönn, þá ættuð þér að lifa samkvænrt þeinr, það ætti
að vera yður hið eina nauðsynlega, og þér ættuð
að hrópa þau frá húsþökunum. En séu þau ósönn,
þá sýnið enga tilhliðrunarsemi, en rífið þau niður.
Annað lrvort verðið þér að vera lreilir og óskiftir
nreð sannleikanum, eða algerlega á móti honunr,
þar dugar engin málamiðlun. Það er ekki liægt að