Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 113
111
gengur t. d. til járnbrautarstöðvanna, þá eru
nienn á undan þér, nær stöðinni; fólk sem hefir
lagt af stað fyrr en þú. Hvort sýnist'þér þýðingar-
nieira að flýta ferð þinni áfram, eða að setjast
niður og tilbiðja manninn, sem er á undan? Hann
og þú eruð báðir langt frá takmarkinu, en báðir
náið þið því einhvern tíma, því þar sameinast
allt líf.
fipurninq: A'ð hverju leyti er lífiö frá yðar sjónarmiði, ólíkt
hinni guðdómlegu tilhögun á lifinu, sem guðspekin kennir um?
Haldið ])ér að engin slík tilhögun sé til? Er ]>að ekki öllu
heldur svo, að við skiljum þessa tilhögun þannig, að hún
verður of kyrrstæð og sundurgreind i liugum okkar?
Krishnarrturti: Ég þekki ekki hina guðspeki-
legu, guðdómlegu tilhögun á lífinu; ég dreg það að
eins af orðum spyrjandans, að samkvæmt henni
sé allt ákveðið, kvrrstætt, eins og hann segir. Ann-
ar guðspekingur kann að segja: „Nei, þetta er ekki
rétt skilið“, en sem sagt, ég' svara samkvæmt
spurningunni.
Frá mínu sjónarmiði getur lífið enga ákveðna
tilhögun liaft. Hið skilyrðislausa, frjálsa, fullkomna
líf er algerlega tilhögunarlaust. Um leið og tilhög-
nn er komin, þá er lífið takmarkað. Og þar sem
þér getið ekki dregið niður hið skilyrðislausa og
otakmarkaða, þá geta tilliaganir vðar aldrei staðið
í sambandi við hið frjálsa líf.
Spurning: Eru ekki til tveir flokkar, sem samræma vilja
hið gamla og nýja? Annar vill komast lijá að taka ákvörðun,
vill nota hið gamla og nýja hvað innan um annað. Hinn
flokkurinn er viljugur til að ákveða sig, en skilur ekki sam-
handið á milli hins gamla og nýja. Það, sem okkur hefir áður
verið sagt, sýnist vera sjálfu sér samkvæmt. Það, sem þér segið