Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 124
122
bera saman. Þessi spurning er svo léttvæg í mínum
augum, að ég vil ekki um hana tala. Ég segi að
bæði meistarar og menn verði að ná því, sem ég
hefi öðlast. Ég segi ekkert um það, að ég sé meiri
eða minni en aðrir. Það, sem máli skiftir er það,
hvort þetta fólk, sem hlustar hér á mig, hirðir um
að ná takmarkinu sjálft, livort það er nægilega á-
hugasamt, sterkt og frjálst til þess. Það er næsta
þýðingarlítið, hvort meistararnir eru til eða ekki,
eða hvort þér eruð lærisveinar þeirra. Hver hirðir
um, livort þú ert lærisveinn, innvígður eða jafn-
vel meistari? Hitt er mikilvægt, að þér verðið frjáls-
ir menn og sterkir, og það verðið þér aldrei meðan
þér eruð lærisveinar annara, á meðan þér hafið
leiðtoga, milliliði og meistara yfir yður. Ég vil ekki
vera leiðtogi yðar eða meistari, það hindrar yður í
að verða frjálsir og sterkir, en það vil ég að þér
séuð, samræmdir og' einbeittir; ekki fyrir neinn
eldmóð, heldur fyrir mikla leit og nákvæma og
ákveðna liugsun og tilfinningar. Ekkert annað en
þetta innra öryggi getur eytt allri spillingu óveru-
leikans.