Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 53
51
„Er til eilífur siðgæðismælikvarði og er rétt
breytni þá sama og sönn sköpun?“ Sá maður, scm
læfir náð takmarkinu, hefir eignazt óumbreytan-
legt sjónarmið, en bann lýtur þó engu siðalögmáli,
því liann er frjáls. Ég vona að þér skiljið mig, en
þetta er erfitt að útskýra. Eilifur siðgæðismæli-
kvarði getur í raun og veru ekki verið til. Það eru
mennirnir, sem búa til siðalögmál handa nágönnum
sínum, aldrei handa sjálfum sér. Væri slíkur mæli-
kvarði til, ætti að dæma allt eftir honum og mæla
allt á Iiann. En þegar þér Iiafið öðlazt frelsið, sem
er sannleikurinn sjálfur, þá eruð þér allt, og allt,
sem skynjað verður, hýr í yður, því lausnin er lífið,
sem er upphaf alls. Enginn siðgæðismælikvarði get-
ur þá verið til utan við yður. Reynið nú að misskilja
niig ekki. Þetta þýðir ekki að þér getið gert allt,
sem yður dettur í liug, það getið þér ekki. Sá mað-
ur, sem er að berjast áfram að eilífðarmarkinu,
verður að gera sér kvarða, sem hann mælir fram-
komu sína á, og sá kvarði er skilningur hans á lif-
inu eilífa, en það er þýðingarlaust að gefa honum
lögmál.
„Og er rétt brejdni þá sama og sönn sköpun?“
Að vissu leyti, og að öðru leyti ekki. Sönn sköpun
fæst á því augnabliki jafnvægisins, þegar skj-n-
semi og elska renna saman i fullu samræmi. Það
jafnvægi er sönn sköpun. Þér getið öðlast það fyrir
rctta líreytni, sem sprettur af sjálfstjórn, er ljós
eilífðarinnar liefir kennt yður að ná. En aldrei
eignist þér það með því að lúta boði annara. óttast
aðra eða fyrir neinar sáluhjálparvonir, heldur
eingöngu fyrir sjálfstjórn, sem fengin er fyrir