Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 62
60
óttinn, sem býr í hjörtum yðar, getur ekki leitt yð-
ur til frelsis, þess vegna eru þetta allt takmarkanir,
sem þér verðið að sigrast á.
Þessi sífellda barátta við að greina satt frá ó-
sönnu, frelsi frá ófrelsi, farsæld frá ófarsæld, þessi
barátta og þjáning og sífellda stríð er allt af innra
með sérliverju yðar. Það er það vandamál, sem
þarf að leysa. Að þvi þurfið þér að beina athygli
vðar og einbeittni bugans, en ekki að fánvtum hlut-
um gerðum af mönnum né þeim myndum, sem hið
afskræmda líf framleiðir. Þær eru til, en eru fánýt-
ar. Þér verðið að beina áhuga yðar að þvi, á hvern
liátt þér getið sjálf, án íhlutunar annara, komist
að niðurstöðu um, hvað er sannleikur og hvað er
tál. Þegar þér hafið komizt að fastri niðurstöðu,
þá kemur til alvörunnar. Þá verðið þér algerlega
að ákveða yður til fylgdar öðru hvoru, það er ekki
um neina málamiðlun að tala, málamiðlun getur
ekki átt sér stað, þegar um andleg málefni er að
ræða.
Hvað er það, sem allt mannkynið berst og stríð-
ir fyrir, þráir og þreifar eftir i myrkrinu? Það er
vissan, að öðlast sjálfur vissuna, að ávinna sér æ-
varandi innri frið, sem hvorki bifast fyrir sann-
leika né táli. Þetta er það, sem allir leita að og
þeirri leit verðið þér að helga hug yðar og' lijörtu
og alla einbeittni yðar. Ég segi yður, að eina leið-
in, sem er fær til að finna þetta er sú leið, sem ég
hefi gengið, að vfirgefa allt fánýti — tilbeiðslu, leið-
toga, ótta, vegi — allt — til að öðlast þetta eina.
Ef þér viljið eignast hamingjuna, verðið þér að
gera slíkt hið sama. Ég neyði yður ekki til að gera