Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 20
18
Allir menn þrá hamingjuna — þá liamingju, sem
ekki er byggð á drottinvaldi guða eða lielgirita —
en í stað þess að láta ekkert tefja sig í hamingju-
leitinni, setjast þeir að í musterum við þjóðveginn
og gera trúarskoðanir að aðalatriðinu. Setjum svo,
að þér ætlið að ganga upp á liátt fjall. Á leiðinni
eru mörg' sæluhús og r hverju sæluhúsi ríkir ákveð-
inn guð, sem krefst hlýðni yðar. Útskýrendur þeirra
guða vilja láta yður framkvæma hina og þessa
lielgisiði, vilja ginna yður inn á einhverja hleypi-
dómagötuna. Hamingjudís yðar, eða þjáningar yð-
ar ýta yður þó á sínum tíma út úr lielgidómunum,
út undir hert loft, en ekki eruð þcr fyr komin út
úr einum lielgidóminum, en þér álpist inn í annan.
Þannig gengur það koll af kolli; á meðan þér látið
lífið þjóna trúnni. Ef þér aftur á móti látið lífið
lúta skynsemi og skilningi, þá munuð þér öðlast
frelsi.
Ég hefi ætið þráð frelsið. Ég hefi aldrei getað fellt
mig við trúarjátningar, kreddur eða kerfi. Ég sá að
þeir voru harla fáir, sem liöfðu leyst sig úr þessum
viðjum, sem liöfðu fundið frelsi og revndu að gera
aðra hluttakandi í því. I skógunum sjáið þér oft,
livernig smájurtirnar berjast við að vaxa, en stóru
trén varpa skugga á þær, svo þær fá ekki notið ljóss
né lofts. Eins og litla skógarjurtin berst fyrir vexti
sínum, þannig verður hver einasti maður að herj-
ast fvrir lausninni. Eins og lifskrafturinn sem hýr
i sáðkorninu knýr fram spíruna, sem brýzt í gegn-
um þunga moldina og teygir sig upp í ljósið, þannig
mun þrá yðar eftir frelsi og fullsælu brjóta niður
allar hindranir, sem umkringja yður.