Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 28
26
Þá sagði fræðarinn: „Korndu með mér“. Og hann
leiddi liann að brunni þar nálægt, sem var fullur
af vatni. Þeir fóru háðir ofan í brunninn og fræð-
arinn kaffærði umsækjandann og hélt honum
stundarkorn niðri i vatninu. Þegar maðurinn þoldi
ekki lengur mátið og gat ekki náð andanum, þá
sleppti fræðarinn honum og spurði hann að, livað
hann liefði þráð heitazt, meðan hann var niðri i
vatninu. „Loft“, svaraði maðurinn. Þá sagði fræð-
arinn: „Þegar sá tími kemur, að þú þráir jafn ákaft
sannleikann eins og þú þráðir loftið, þá munt þú
finna sannleikann“.
Mig langar til að vekja þrá yðar eftir sannleik-
anum, eins ákafa og heita og þrá drukknandi
manns eftir lofti. Þú öðlazt sannleikann, þegar þú
leitazt við að fullkomna lífið og óttast það ekki. Þú
óðlazt lífið ef þú gengur ekki á snið við það, leggur
hömlur á það, eða bvrgir það inni; heldur opnar
allar djrr, jafnt fyrir sorg sem gleði, þrautum sem
fögnuði, og tekur með jafnaðargeði hverju þvi, sem
að liöndum ber.
Meðan þér er takmark þitt óljóst, er sannleikur-
inn óljós og þú munt leggja óteljandi tálmanir milli
þín og hins eilífa takmarks. Af því að allir vilja
komast lijá þeirri reynslu, sem lífið hefir að hjóða,
skapast hugmyndin um gott og illt. Öll trúarhrögð
kenna, að ef þú getir sigrazt á einni freistingunni
og forðazt aðra, munir þú geta skilið sannleikann,
og ef þú breytir vel getir þú vonazt eftir að komazt
inn í himnaríki. í mínum augum er þetta að flýja
lííið, i stað þess að þroska það. Þegar þú sjálfur
liefir komizt að fastri niðurstöðu um að það sé að-