Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 101
99
liiS óumbreytanlega getur ekki komiS niður til liins
breytilega, liið eilifa ekki samlagast Iiinu stund-
lega. Með breinsun og göfgun, með baráttu, sjálfs-
afneitun, fórnum og erfiði verðið þér að ummynda
bið stundlega, svo það geti sameinast hinu eilífa.
Þar sem liið eilífa sjálf getur ekki samræmst hinu
breytilega sjálfi, sem á að taka framförum, þá
verður bið breytilega sjálf að vaxa, allt inn i eilífð-
ina. En öll eruð þér að reyna að draga eilífðina
niður í bið stundlega. Þér reynið að forðast alla
baráttu, sársauka og sorgir, reynið að komast und-
an hlutunum í stað þess að umbreyta þeim, þess
vegna hafið þér gert yður öll liuggunarhælin, skap-
að heimspekikerfi, guði, musteri, kirkjur og trú-
arbrögð. Þér viljið komast undan, gleyma, stevpa
yður út i hyldýpi eilifðarinnar. En þér getið þetta
ekki! Þar sem hverfleikinn situr að völdum, dreg-
ur eilifðin sig i hlé; þar sem ófullkomleikinn ríkir,
víkur fullkomleikinn. Þess vegna verðið þér að
ummynda hið breytilega, vaxandi „ég“ i bið óum-
breytanlega, stöðuga, eilífa „ég“, sem er hvorki fætt
né ófætt, hvorki speki né fáviska, af því það er allt.
Sannleikurinn geymist í leyndardómi ummynd-
unarinnar, en ekki i takmarkinu sjálfu. Sannleik-
urinn býr í vextinum í áttina til eilifðarinnar, en
ekki í loka fullkomnuninni. Loka fullkomnunin er
eðlilegur ávöxtur þroskans. Þér verðið að festa
augun á henni og á frelsinu og fullsælunni, sem
hún hefir i för með sér, á meðan þér ummyndið
hið vaxandi „ég“ í hið óumbreytanlega og eilífa.
En þér verðið að snúa allri umhyggju yðar að þvi