Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 84
82
hefi áður lýst því fyrir yður livað ég meina með
augnabliki eilífðarinnar, og það er frá mínu sjón-
armiði það, sem allir eiga að hugsa um, en ekki ör-
fáir menn. Þetta eigið þér að viðurkenna nú en
ekki einhvern tíma í framtíðinni. Hvað gagnar að
skjóta því á frest? Hver hefir hag af þvi? Hvorki
þú sjálfur né granni þinn.
Þráið þér ekki öll frelsið? Viljið þér ekki öll los-
ast við hinn nagandi orm sorganna, nú þegar? Til
hvers er að horfa fram i tímann? Það er nú, sem
þér verðið að lifa yðar daglega lífi, þér verðið nú
að herjast og reyna að fá lausn á vandamálum yð-
ar. Þess vegna verðið þér að breyta umhverfi yðar
nú þegar. Þér verðið að liöggva yður braut gegn-
um skóginn nú, en ekki einhvern tíma í framtíðinni.
Framtíðin verður allt af framtið ef þér breytið engu
nú. Framtíðin verður allt af leyndardómur, ef þér
fáið ekki vald yfir líðandi stund. Verst er að þér
vitið ekki að þér eruð fangar. Þegar þér eruð sár-
hrygg, þá notið þér þó ekki mátt sorgarinnar til að
rífa niður víggirðingar hennar fyrir fullt og allt.
Allt veltur á líðandi stund, hvernig þér lifið og hag-
ið yður, hvernig þér elskið aðra og hugsið um þá.
Hverju skiftir, livernig þér verðið í framtíðinni?
Ef þér leggið ekki fram alla krafta yðar til vaxtar
nú, þá mun framtíðin sífellt ganga yður úr greip-
um. Ef þér náið ekki jafnvæginu nú, þá munuð þér
byggja ennþá hærri veggi og sterkari girðingar
milli yðar og takmarksins og auka með því á tak-
markanir yðar og sorgir.
Þér haldið að þér séuð veik, að yður skorti mátt
til að standa ein og upprétt. Ég segi yður að þér get-