Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 141
139
legan frið, fullvissu og frelsi. Öll hjálp yðar er
gagnslaus án þessarar hugsjónar og þekkingar á
starfi vðar, livað svo sem það er. Það er af þessari
ástæðu að þér, sem tilheyrið félögum og eruð vel
að yður í bókmenntum, verðið að hafa nákvæmar
gætur á, að þekking vðar verði ekki þur fræði,
sem ekki hafa við öryggi að styðjast, þvi án þess
er hjálp yðar verri en ekki. Séuð þér fær um að
lækna sorgir og lina þjáningar, mun það ekki skipta
máli, á livaða þroskastigi þér standið’, eða af hvaða
tegund skapgerðar þér eruð, þér þráið það eitt, að
geta lijálpað, því að þér eigið örvggi og þá þelck-
ingu, sem vizka lieimsins hyggist á.
Vinir mínir, þér eruð eins og aðrir menn, þó að
þér nefnið yður ýmsum nöfnum. Því að þér gangið
enn í dal sorgarinnar, og þér getið einungis öðlast
hið skæra ljós hamingjunnar, sem er innra með yð-
ur, fyrir eigin baráttu, fjæir sjálfstjórn en ekki eftir
annara valdboði. Fvrir eigin þekkingu og yðar eig-
in sorgir finnið þér veginn, og þegar þér eruð ör-
ugg, viss um yðar eigin þekkingu, þá mun hjálp
vðar verða dýrmæt, varanlegur stuðningur og ham-
ingja þeim til handa, sem á þurfa að halda.