Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 55
53
heldur að þér berjist nú, svo þér vaxið og verðið
sterkir. Ég get ekki vakið yður, ef þér viljið ekki
sjálfir vakna, svo að þér sjálfir eða lífið, eruð hinir
sönnu vekjarar.
5. spurning: Ef land sannleikans er veglaust, getur þá nokk-
ur lærisveinsleið legið um það, eða eru slíkar slóðir að eins til
hindrunar?
Svar: Ég segi yður: hugsið ekki um þetta og aun-
að eins. Þér komið aftur og aftur með sömu spurn-
ingarnar, kastið þeim framan í mig, til þess að
verða staðfastir i þeim sannindum, sem þér þó ef-
ist um. Ég segi yður: land sannleikans er veglaust,
þangað liggja engar götur eða stígir og enginn get-
ur fundið það fyrir yður. Þetta verður ekki skilið
nema á einn veg'. Yður finnst þetta allt svo erfitt
viðureignar, af því að þér viljið ekki yfirgefa yðar
gömlu liugsanabrautir. Þér viljið umskapa hið
nýja eftir hinu gamla, og gerið yður svo ánægða
með það gamla. Um fram allt viljið þér ekki láta
ónáða yður. Þér viljið fá að vera í friði i kyrrstöðu-
pollunum. Ef hugarástand yðar er slíkt, livers
vegna komið þér þá liér? En ef þér þráið hið nýja,
vfirgefið þá hið gamla og látið það eiga sig; leikið
yður ekki að þessu. I þessu efni á ekki að láta
stjórnast af eigingirni. Ég tala svona ákveðið, af
því að ég sé sorg og áhyggjur á andlitum yðar allra;
þér eruð flæktir inn i sífellda haráttu, sem óttinn
hneppir yður í. Þér viljið miklu lieldur þola sorgir
°g kúgun, en yfirgefa hið gamla og leggja af stað
1 nýjar landaleitir. En þegar ég sé sorgir, sársauka
°g þjáningar, eða ánægju og gleði, sem brátt breyt-
!st í tár, þá þrái ég það eitt, að gera mennina