Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 74
72
takmarkanir, ef þú ætlar að finna sannleikann, sem
hvorki er fjarlægur eða nálægur. En er þú liefir
fundið liann, þá muntu verða hættulegur öllu fá-
nýti lífsins og fölskum verðmætum þess.
Sunnudaginn b. ágúst.
Ef þér gætið að, sjáið þér að félög manna eru
allt af í andstöðu við einstaklinga. Með einstakl-
ingi á ég við mann sem sérstæða veru, en ekki við
félög manna, sem þykjast starfa einstaklingnum
til heilla. Alstaðar sést á sviði hugsana og til-
finninga, að fjöldinn er í andstöðu við einstaklinga,
þrátt f)'rir það, þó öll félög manna myndist af ein-
staklingum. Ég starfa fyrir einstaklinga, af því að
það eru þeir sem skapa glundroða og þras um-
hverfis sig. Glundroði, kyrkingur og barátta býr
innra með manninum, einstaklingnum, að örfáum
undanskildum, og þó er fjöldinn að leitast við að
koma á skipulagi, lieilindum og hreysti. í hjörtum
fjöldans, eða í hjarta hvers einstaklings, sem mynd-
ar fjöldann, er glundroði og sundrung, og vér verð-
um fyrst að snúa oss að einstaklingnum ef vér vilj-
um koma á reglu, heilindum og lireinlvndi. Það eru l
einstaklingarnir, sem allt veltur á.
Þú ert sjálfur einstaklingur og ef þú gerir þann
einstakling hraustan, heilan og skapandi, þá tekst
þér að cndurspegla þitt sanna eðli. Þú verður ætið
að taka tillit til einstaklinga, en þó ekki svo að
skilja, að það megi koma niður á öðrum. Hver ein-