Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 115
113
þægilega veg lærisveinsins, en þú nevðist þó að
síðustu áhjákvæmilega til að standa augliti til aug-
litis við sjálfan þig. Þér verðið að fá samræmi
innra með vður, óháð öllum guðum, meisturum,
lærisveinsvegi, ótta, erfðakenningum, fæðingu og'
dauða, allri tilverunni. Af því að ég þekki þetta
allt og veit að það er gagnslaust, þá segi ég yður,
að það er hetra að stefna að því að öðlast liið
innra samræmi, en að leita hjálpar hjá öðrum.
Valfrelsi hafið þér, enginn knýr yður — vissulega
geri ég það ekki. Þér verðið sjálfir að ákveða vð-
ur; ekkert félag neyðir yður til þess. Þess vegna
getið þér ekki gert heimspeki eða fræðikerfi úr
hoðskap minum; hann er alveg bundinn við val
oinstaklingsins. Og þar sem þér eruð frjáls í val-
inu, getið þér valið um fjötrana og frelsið, þæg-
indin eða óttaleysið, sem gefur réttan skilning.
Laugardaginn 20. júlí 1929.
Spurning: Byrja verulegar framfarir ekki fyrr en maðurinn
hefir iosað sig frá öllu óverulegu?
Krishnamurti: Framförum takið þér sí og æ. Þér
hreytist ofurlitið og takið framförum dag frá degi
■—- j)ær eru liægar, þreytandi og smástígar og eiga
sér stað, hvort sem þér leggið nokkuð á yður, !os-
ið yður við nokkurn hlut eða ekki. En það er
ónnur tegund af framförum, sem ég tala um; það
uru Iiraðfara, hlaupandi framfarir, ef svo mætti
segja — þær koma, jiegar þér slítið yður lausa frá
óllu fánýti. Eins og' ég hefi áður sagt, jiá verðið
8