Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 29
27
alatriðið að leita sannleikans, mun þér virðast allt
annað fánýtt og einskis vert, og freistingarnar
verða þér þá ekki neitt vandamál framar.
Það liafa verið samdar bækur og ritverk, byggð-
ar á trúargreinum, kreddum og ótta, til þess að
hjáipa mönnum að sigrast á freistingum. Köngu-
lóin vefur vefinn sinn með mestu varkárni og að-
gæziu, en þegar hvessir verður hið flókna net ónýtt
á augabragði. Þannig mun og fara, þegar bvlj-
ir sorganna skella á og stormar efans geysa, þá
mun allt, sem gert hefir verið til að vinna bug á
freistingunum, hrynja að grunni og liverfa.
Þér liafið mörg fræðikerfi og trúargreinar, en
samt sem áður mun yður finnast þér vera ógurlega
einmana, ef einhver ástvinur yðar deyr. Trúar-
greinir yðar og kenningar munu alls ekki geta dreg-
ið úr þessum söknuði og einstæðingsskap. Skoðir
þú aftur á móti sérhvern viðburð sem spor i áttina
til fullkomnunar, sem reynslu, er flýti fyrir vexti
þínum og þroska og flytji þig nær takmarkinu, þá
mun sorg og gleði verða þér jafn velkomnar og
sömuleiðis það, sem þér virðist illt og gott.
Menn sökkva sér niður i stjórnmál, vandamál
uppeldisfræðinnar, alls konar hugsjóna málefni og
ýmislegt, sem hjálpar þeim til að gleyma sjálfum
sér. En ég lít svo á að á meðan innra lif mannsins
er ekki fullkomið, á meðan skilyrðin vanta til þess
að það geti blómgast í fullu frelsi, muni allt af verða
sorg og eymd. Til þess að ná fullkomnun lífsins
verður þú að opna lijarta þitt og fagna sérhverri
reynslu, hvort sem hún kann að vera þægileg eða
óþægileg. Hið eina takmark mannkynsins er full-