Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 16
14
söm. Trúarbrögð, helgisiðir, bækur og liin flókna
lífsskoðun yðar, hafa ekki fært yður hamingju. Og'
nú segi ég við yður: „Reynið veginn minn“.
Til þess að öðlast liamingju verðið þér að setja
til liliðar allt þetta, sem engu máli skiftir, og liafa
líf víðáttunnar að leiðsögu. Að eins sú lífssýn
þroskar, nærir og styrkir. Ef þér leitið stuðnings í
fánýtum hlutum, verður hjartað þreytt og liugur-
inn órór. Þér verðið að tilbiðja það, sem er varan-
legt og elska það, sem er hafið yfir alla kyrrstöðu.
Það er yðar eigin skilningur, sem þroskar vður,
yðar eigin barátta og þrá, sem færir að markinu.
Með þvi að halda þrá yðar sívakandi á leið vðar
um dimmu og skugga dalsins, þá munuð þér eins
og ég ná fjallstindinum. Ég hefi dvalið í sérhverju
musteri og guðalikneskin hafa hrært hjarta mitt.
Heimspekin hefir veitt mér unað. En ég var fangi
þess alls. En vegna þess, að ég hefi kastað þessu
öllu frá mér og leitað þess, sem er handan við heim-
speki, skuggaleg skurðgoð og hrynju trúarhragða^
hefi ég fundið. Yegna þess, að þetta veitir mér ekki
Jengur skjól, er ég frjáls. Sannleikurinn, sem hvorki
verður takmarkaður né fjötraður, býr í mér.
Hvað er að óttast við þetta? Hvað er að mis-
skilja? Hví skyldi kviða? Þér finnið ekki hamingju
við kerfi yðar, heimspeki, helgisiði, trúarjátningar,
trúarbrögð og guði, en þó þorið þér ekki að yfir-
gefa það. Öll þráið þér hamingju, en þó þorið þér
ekki að leggja í sölurnar yðar smáu ánægju.
Ef þrá yðar er brothætt, þá er hún að engu nýt.
Ef kerfi yðar eru svo veikbyggð, að þau standast
ekki storma efasemda og sorga, þá eiga þau engan