Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 94
92
ekki hjálparþurfi. Verulega hjálp er ekki hægt að
veita á annan liátt. Auðvitað er það ekki svo að
skilja að þér eigið ekki að rétta hjálparhönd, á með-
an þér eruð á leiðinni að takmarkinu. Ó, þessi ei-
lifu undanbrögð.
Framhald ..... Að hinu leytinu finn ég a<5 þér eruð vekj-
arinn, og ef til vill tekst yður með timanum að vekja hjá mér
brennandi þrá eftir sannleika og lausn .
Svar: Ósk mín mun aldrei vekja yður, þér verð-
ið að liafa eignast þrána fyrir þjáningar. Ég get
ekki vakið það, sem sefur í yður. Þér verðið að
vekja það sjálfur, og þá eignist þér dýpsta fögn-
uð lífsins.
Framhald...... Er leyfilegt eins og nú standa sakir að
sækja fundi yðar, þareð ég er ekki að leita lausnar?
Svar: Auðvitað, liver ætti að banna yður það,
eða rannsaka hvort þér eruð að leita lausnar eða
ekki. Gerið svo vel að koma á þessa fundi ef þér
viljið. Við rannsökum ekki, hverjir leita lausnar
og hverjir ekki. Hver getur sagt um það? Vissu-
lega livorki tjaldhúðanefndin eða ég. Þér verðið
sjálf að sannfærast um, hvort þér eigið i verulegri
baráttu eða ekki. Öll vandantál heimsins og lausn
þeirra er að eins til innra með sjálfum yður. Hin
ytri viðfangsefni eru eftirmyndir af baráttu ein-
staklingsins, og þér leysið ekki úr þeim viðfangs-
efnum á meðan þér sjálfir eruð hryggir, þjáist,
gleðjist eða látið kúgast. Þér segist öll þrá að lijálpa
öðrum, reynið þá að fullkomna sjálfa yður með því
að gera sjálfið heilt og fullkomið, það er eini
vegurinn.