Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 73
71
því að þeir eru svo barnalegir, fánýtir og lilægileg-
ir. Þegar þú snýr þér frá liinu fánýta, munt þú finna
bið sanna sjálf og byrja að temja það. Þú finnur
ekki sannleikann, Iiið sanna sjálf, gegnum flókna
eða fánýta liluti, heldur þegar þú sneiðir bjá þeim.
Þá fvrst byrjar hinn verulegi sjálfsagi. Með sjálfs-
aga á ég ekki við neins konar kúgun, lieldur sjálfs-
aga, sem sprettur af skilningi og leiðir til frelsis;
jafnvægis milli skynsemi og elsku. Þessum sjálfs-
aga, sem er ávöxtur allrar skynsemi og elsku, verð-
ur þú að beita öllum stundum og öll þín brej’tni
verður að stafa frá þeim brennidepli, ef þú ætíar
að finna sannleikann. Sannleikurinn býr í leitinni,
viðleitninni, en er ekki að finna í því að ná ákveðnu
niarki. Er þú vinnur þín daglegu störf finnur þú
baun. Sannleikurinn er fólginn i tamning sjálfsins
■— hvergi annarstaðar. Hið nauðsynlegasta af öllu
er að finna þetta „ég“, sem er að þroskast, og full-
komna það, en ekki að búa til fjölda fræðikerfa og
heinispekikerfa. Þú finnur sannleikann, er þú leið-
lr> uppelur og lijálpar þessu „Ég“ til frelsis í þeim
heimi, þar sem því eru engin takmörk sett. Með því
að liafa frelsið sífellt fjTÍr augum og beita sjálfsaga,
af eigiu livöt, en ekki í launaskyni eða sakir ótta,
uær þú fullkomnun, jafnvæg'i sjálfsins. Öll fram-
konia manna mótast af sjálfinu, er skuggi þess. Ef
sjalfið er flekkað og óhreint, verður framkoman
einnig óhrein og flekkuð. Þess vegna verður þú að
leitast við að fullkomna sjálfið og hreinsa það, í því
er sannleikurinn falinn. Þú verður að sneiða hjá öll-
um fánýtum lilutum, því þeir takmarka sjálfið. Þú
verður að verða frjáls, leggja frá þér allar byrðar og