Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 93
91
að veruleikinn muni gefa yður fullkomið, skilvrð-
islaust frelsi og óumbreytanlega hamingju. Allt
annað er fánýtt. Sjálf verðið þér að rannsaka og
finna, livað það er, sem gildi hefir. Hverjar mundu
verða framfarir vðar, ef ég segði yður, hvaða hlut-
ir eru fánýtir?
S. spurning: Hvert gagn hefir sá af vináttu manna, sem haf-
inn er yfir mannlega elsku?
Svar: Að vera sannarlega hafinn yfir mannlega
elsku, þýðir að vera öllum tengdur, og er því sam-
safn allra mannlegra tilfinninga og útrýmir allri
sérstakri vináttu. Sönn elska, sent er fráskilin öllu
og þess vegna tengd öllu, er ávöxtur og fullkomnun
allrar elsku. Sá maður, sem hefir náð takmarkinu,
er þess vegna óháður öllum vináttuhöndum, sem
eru oftast nær ávöxtur sorga og einveru, og sprott-
in af þrá eftir félagsskap. En berjist fvrir því að
grundvalla með yður þá elsku, sem nær til allra,
þá munuð þér hagnýta allar þær elskutilfinningar,
sem hreyfa sér i hrjósti vðar, til þess að öðlast þessa
fullkomnu elsku.
9- spurning: Ef ég er alveg hreinskilinn, þá verð ég að játa að
ég ber ekki í brjósti neina brennandi þrá eftir lausn eða sann-
leika. Og þótt ég hefði hana, þá efast ég um að ég hefði þolgæði
°g kraft til þess að ná takmarkinu. Ég á að eins eina heita ósk:
Að verða jijónn meistaranna mannkyninu t.il hjálpar. Hið eina
rétta fyrir mig er því líklega, að halda áfram starfi mínu öðr-
um til hjálpar....
Svar: Þarna kemur það, þér viljið hjálpa öðr-
um. Látum svo vera; eini vegurinn til að hjálpa
öðrum er að fullkomna sjálfan sig, til þess að vera