Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 80
78
byggir úpp vitsmuni þína og breytni í Ijósi eilífð-
arinnar. Það er þetta, sein ég á við með orðinu
frelsi, samræming skynsemi og elsku. Þegar þú
iiefir öðlazt það, þá mun liverfa allur ótti, sem
stafar af skilningsleysi. Ef þú byggir líf þitt á skiln-
ingi á tiigangi þess, grundvallar þú ævarandi
hamingju og festir rætur í þeim heimi, sem er ei-
Hfur. En til þessa er nauðsynleg persónuleg á-
rejmsla og barátta, sifelld árvekni og sjálfsagi. Ekk-
ert ytra drottinvald má ráða yfir þér, og þú mátt
heldur ekki leita þér stuðnings eða hvíldar i þeim.
Allt sem þú ávinnur sjálfum þér — i ljósi eilífðar-
innar — mun standa, af því að frelsið er þess eilífa
heimkynni. Sá sem er kominn svo langt hefir öðl-
azt ævarandi hamingju og eilíft frelsi.
Miðvikudag 7. ágúst.
Það er álitið góðs viti á Indlandi ef rignir, þegar
Jjrúðkaupsgestir lialda lieim. Þareð þér leggið öll
af stað heimleiðis á morgun, skuluð þér einnig
skoða rigninguna sem góðs vita.
Ég vona að þessi vika bafi orðið yður viðburða-
rík, hafi opnað j'ður nýtt útsýni og vakið hjá vður
sterkar hugsanir og tilfinningar. Ég vona að fræ-
korn þau, sem nú liefir verið sáð í sálir yðar, muni
spíra og vaxa og' skrýða anda yðar fögrum gróðri.
Þá munuð þér ekki varpa skugga á aðra, eða vekja
þeim grát né fallvalta gleði. Ég' vona,að allir þeir,
sem liafa dvalið Iiér þessa daga og hafa leitast við
A