Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 99
KRISHNAMURTI AÐ EERDE 1929.
Fimtudaginn 18. júlí.
Enn einu sinni vil ég taka það fram, að það, sem
ég liefi að segja, er ekki nýtt fræðikerfi, sem þér
getið bætt við kenningar yðar, heimspeki og kerfi.
Það á ekkert skylt við neitt af þessu. Ég tala um
mitt eigið líf, lieildina, frumgróðurinn, blómknapp
iífsins. Ég tala um ávöxt míns eigin lifs, en mitt
iií er líf yðar allra. Farið þess vegna ekki með það,
seni ég segi, eins og væru það skynsamlegar fræði-
kenningar eða tilfinninga háspenna, sem þér ættuð
að njóta.
Eg tala um það, sem er veruleiki fyrir mér, það
líf, sem ég lifi. En yður kemur það allt ókunnug-
lega fyrir, af þvi að þér eruð ennþá á kafi i fræði-
kenningum, skoðunum og kerfum, sem þér hyggið
að þroskast eftir. Það, sem ég segi varðar miklu
fyrir daglegt líf yðar, sem á að verða fullkomið,
ekki hjá örfáum, heldur lijá öllum.
Með orðinu „líf“ á ég ekki við líf einstaks manns,
heldur lífsuppsprettuna, sem er á lireyfingu en þó
J jafnvægi, það líf, sem er hverfullt, en þó eilíft, og
mitt líf og yðar líf er hluti af. Það er allt. Það lif
er uppspretta alls, guða og manna. Guð er hinn
frjálsi, göfgaði maður, og liinn guðborni maður er
i samræmi við lífið eilífa. Það er hlutverk manns-
7