Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 39
FUND ARSE TNIN G ARRÆÐ A,
OMMEN 1929.
Ég ætla í dag að tala um mál, sem er afar þýð-
ingarmikið fyrir mig. Þér hafið safnazt hér sam-
an úr öllum áttum, yfirunnið ótal erfiðleika og
hindranir og fært margar fórnir í ákveðnum til-
gangi. Þér hafið komið hingað, til þess að komast
að niðurstöðu um, livað ég liugsa og livað ég segi.
Til þess að skilja mig, er fyrst og' fremst nauðsyn-
fegt, að þér hafið engar fyrir fram ákveðnar liug-
niyndir. Ég hefi endurtekið þetta aftur og' aftur, á
liverjum fundi, á hverri tjaldbúðarsamkomu, en
það virðist hafa haft lítinn árangur. A þessum
fundi ætla ég að gera afstöðu mína svo skýra, að
ekki verði á lienn villst. Við lok fundarins eigið
þér því að geta vitað nákvæmlega hvað ég meina,
ef þér viljið rannsaka það hleypidómalaust, með
áköfum, leitandi og léttum huga. Ég vil að þér
skiljð það, sem ég segi, svo að þér getið hyrjað á
nýju lífi i Ijósi þess skilnings.
Það er langt um þýðingarmeira, að lifa lifinu
i'ettilega, en að aðhyllast þessar óteljandi fræðisetn-
ingar, sem þér eruð öll klyfjuð með. Til þess að
skilja afstöðu mína, verðið þér fyrst og fremst að
gera yður ljóst, að ég hirði ekkert um fræðisetn-
ingar yðar eða trúarskoðanir, heldur um það eitt,