Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 25
23
öSrum til þess að skilja lífiö, en ef þeir eiga ekki
einfaldleik andans, þá munu þeir að eins skapa
nýjar takmarkanir, misskilning og þolcuslæSur
milli heimsins og takmarks hans.
Eins og fíllinn ryður sér braut gegnum skóginn,
svo aðrir geti fetað í fótspor hans, þannig ryður
sá, sem þekkir sannleikann, sér braut gegnum eyði-
merkur og glundroða þessa heims. Þú getur ekki
veitt mönnunum verulega hjálp, hversu feginn sem
þú vilt, hafir þú ekki fundið liinn eilífa sannleika.
Þér óskið öll að opna augu hinna blindu, að
leysa fangana út úr fangelsinu og að lýsa þeim, sem
sitja í þvi myrkri, er þeir sjálfir hafa skapað. En
þá fyrst, ef þú sjálfur hefir skilið sannleikann, ef
þú hefir náð sönnu frelsi og fullsælu, getur þú leitt
hina blindu eða opnað augu þeirra og leyst band-
ingja úr varðlialdi fávizkunnar. Hvað gagnar það
heiminum, þótt þú skapir fallvalta hluti, sem
liverfa eins og ilmur hlómanna? Það eru svo
margir, sem skapa í skugga líðandi stundar, en
þeir, sem skilja, skapa i skugga eilifðarinnar og í
samræmi við hana. Þeir, sem á rólegu augnabliki
hafa evgt, þó ekki sé nema örlítið brot af sannleik-
anum, geta aldrei framar snúið aftur inn í þröngu
búrin sín.
Sá, sem liefir öðlazt frelsi, vill frelsa allt mann-
kvnið. Sá einn getur orðið verulegur leiðsögumað-
ur og hjálpari, sem liefir fundið friðinn innra með
sér, og er viss um skilning sinn á frelsi lífsins, en
aldrei sá, er situr í skugga sinna eigin athafna, eða
er flæktur í viðjum vanans.