Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 24
22
ings munu þeir ekki geta skapaö neitt varanlegt,
heldur mun það verða hverfult sem ilmur hlóm-
anna. En ef þeir aftur á móti skapa af skilningi
huga og hjarta, munu verk þeirra bera á sér merki
eilífðarinnar.
Það er ekki hægt að skilja sannleikann eingöngu
frá sjónarmiði skynseminnar. Enginn er sá, sem
stjórnast eingöngu af skynseminni, og einskis
manns lif stjórnast heldur eingöngu af tilfinning-
unum. Það er ekki hægt að aðskilja skvnsemi og til-
finningar og vonast svo eftir að skilja lífið frá hinu
þrönga sjónarmiði annars livors. Fullkomnun lífs-
ins er árangur af samstilling skynsemi og tilfinn-
inga.
Hver er munurinn á villimanninum og siðaða
manninum? Villimaðurinn — ég nota hér orðið i
þess bókstaflegu merkingu — rnálar líkama sinn,
skreytir sig með fjöðrum og perlum og með ýmiss
konar erfiðleikum leitast hann við að prýða sig hið
ytra. Hinn, sem sýnist vera siðaður maður, liefir
álíka flókið fræðikerfi fyrir innri fegurð sína; hann
hefir sínar andlegu fjaðrir, málverk tilfinninganna,
og óteljandi trúarperlur. Siðaði maðurinn skreytir
ef til vill ekki líkama sinn að liætti villimanna, en
hugsanir lians og tilfinningar eru oft villimannleg-
ar. Hið innra er lítill munur þessara manna, en hið
ytra gætir hans meira. Sannlega siðfágaður mað-
ur, sem hefir öðlazt skilning á einfaldleik lifsins, er
hafinn yfir alla skreytingu og flækjur, og fegurð
hans er ekki háð hinu ytra.
Þróun stefnir á uppleið að meiri og meiri ein-
faldleik á öllum sviðum. Ýmsir menn vilja hjálpa