Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 132
130
þetta ekki allur arfurinn, heldur að eins sá hluti
lians, sem er dauður. Hinn sanni arfur Indlands frá
fortiðinni, sá hlutinn sem er lifandi, er grafinn
undir þessu öllu. Og hann er ekkert annað en gáfa
lausnarinnar, ef ég mætti nefna það svo, sem ligg- >
ur dulin i skapgerð Indverjans. Þurkið út allt, sem
sezt hefir utan á sál Indlands og þér munuð finna
sterka, lifandi og djúpa tilfinningu fvrir veru-
leikanum.
Það þarf að endurlífga þessa dvpri sál Indlands
nú; ef það tækist og hún gæti fengið að sýna sig
í verki, þá mundi hún kalla fram það kraftaverk
endurfæðingarinnar, sem ég liefi verið að tala um.
Slíkum anda er enginn hlutur ómögulegur og væri
iiann einu sinni leystur úr læðingi, mundi liann ►
sigra allt. Stjórnarfarslegt frelsi mundi koma sem
eðlileg afleiðing og' ein af hinum minnstu; aðal-
atriðið er að fyrir slíka sjálfsvörn mundi Indland
verða að því, sem ég finn að þvi er ætlað að verða,
— andlegri aflstöð heimsins.
Ilvers þarf með, til þess að þessi vakning geti
farið fram? í fyrsta lagi sönn einlægni og liæfileiki
til að horfast í augu við galla okkar; í öðru lagi óá-
nægjutilfinning, sem hlýtur að fylgja slíkri skvggni.
Þar næst kemur ákveðin tilraun til að koma þjóðar-
heimilinu í rétt horf; þá má ekki hika við að láta
gamlar takmarkanir víkja fyrir þörfum nútímans.
Við getum ekki lengur dregist með gamla hlekki,
þó keðjan sé lengd eitthvað. Við verðum að vakna
iil meðvitundar um það, hvílík skömm það er, að
þær hliðar skuli vera til á okkar daglega lífi, að
við getum ekki látið ókunnuga sjá þær og dæma.